baltr fannst í 1 gagnasafni

1 balti, †baltr k. † ‘björn’ (einnig auknefni). E.t.v. sk. so. balta (1) og merk. þá e.t.v. ‘hinn þungstígi’ e.þ.h. og þá átt við luralegt og þyngslalegt göngulag, eða ‘sá sem slær’, sbr. lith. beldė̕ti, ísl. ambolt og böltungur. Orðið gæti líka átt við kubbslegt og luralegt vaxtarlag dýrsins, sbr. balti (2). Jan de Vries giskar á að heitið sé dregið af týndri so. *balta ‘öskra’, sk. belja, sem er lítt sennilegt.