bamb fannst í 2 gagnasöfnum

bamb h. (nísl.) eftirlíking klukknahljóðs; bamba kv. ‘einsk. hringla eða barnaleikfang’; bambra s. ‘gefa frá sér hljóð, glymja’. Sbr. d. bamle, þ. bammeln ‘hringja hátt’. Sbr. og ísl. bompa, bomsa (2) og pompa, gr. bómbos ‘dimmur tónn’. Hér er um einsk. hermihljóð að ræða, en upphaflega kunna þessi orð að vera af sama toga og so. bamba (s.þ.), af ie. *b(h)emb(h)- ‘blása upp, belgja út’, og eiga við hljóð frá útblásnum belgjum eða strengdum himnum, en hafa snemma greinst frá og orðið að sjálfstæðum hljóðgervingum, sbr. líka víxlandi varahljóð í fram- og bakstöðu í ýmsum orðum af þessum toga. Sjá bomba, bombaldi, bumba (1) og bumbaldi.


bamba s. (18. öld) ‘ganga óstyrkum fótum (með framsettan maga)’; bambi k. ‘stór magi’; bambur k. ‘stórt ílát, e-ð svert og þunglamalegt, húfur eða bumba á skipi’; bambra s. ‘svolgra stórum’. Sbr. nno. bembil ‘nafli’, bamsa ‘svolgra í sig’, jó. bams ‘digur maður’, mhþ. bemstīn ‘kviðmikil kona’. Sbr. ennfremur gr. pomphós ‘brunablaðra’, lith. bam̃balas ‘kubbslegur maður’ og bámba ‘nafli’; af ie. *b(h)embh- ‘blása, belgja út’. Sjá bambari, bambra, bam(b)si, Bamblir, bamlað(u)r, bimbult, bumba (2), bumbult, bumlungur og Bömburr; ath. bamb.


bambra s. (19. öld) ‘staulast’; bambur h. ‘vandræði, basl’. Sk. bamba (s.þ.), sbr. bambra ‘svolgra stórum’. Upphafl. merk. líkl. ‘ganga þyngslalega, vera útþaninn og þungur’ e.þ.u.l.