bangs fannst í 3 gagnasöfnum

bang -ið bangs bang|hagur

bang upphrópun

hljóðorð til að líkja eftir hvelli

hann skaut af byssunni, bang


Fara í orðabók

bang h. ‘barsmíð, hávaði’; banga s. ‘berja, banka’. Sbr. fær. banga ‘berja’, bang ‘barsmíð’, sæ. bånga ‘hafa hátt’, bång ‘hávaði’, e. bang, lþ. bangen ‘berja, banka’. Sk. (hljsk.) mhþ. bungen ‘berja, slá trumbu’, fsæ. bunga ‘trumba’; g og k virðast víxlast á í þessum orðstofni, sbr. ísl. banka (s.þ.), d. banke, þ. máll. banken, bunken ‘berja’. Uppruni óljós. Hugsanleg tengsl við ie. rót *bhe(n)g(h)- ‘brjóta, beygja’, sjá bakki (1), bekkur (1), bunga og bunki. Aðrir ætla að orðin séu af sömu ætt og bani og ben (ie. rót *bhen- + rótarauki g og k) og enn aðrir að hér sé um hljóðgervinga að ræða. Sjá bangsi, bengill, bingja, bingsi og böng (2).


bangsi k. ‘bjarndýr; auknefni’; eiginl. ‘hinn þungstígi eða luralegi’ eða e.t.v. ‘sá sem slær’; sbr. bangs h. (JGrv.) ‘bang’ og bangsast (upp á e-n) s. ‘áreita e-n, slást upp á e-n’; sbr. ennfremur nno. bangse k. ‘björn’ og bangsa s. ‘ganga þunglamalega, haltra, slettast áfram; strita eða baksa við’. Sjá bang og bingsi.