bauna á fannst í 1 gagnasafni

baun kv. ‘fræ ýmissa plantna af ertublómaætt; ögn, e-ð smátt’; sbr. fær. bøn, bøna, nno. baune kv., sæ. böna, d. bønne, fe. béan, fhþ. bōna (ne. bean, nhþ. bohne), sbr. einnig (lat.-germ.) Baunōnia nafn á einni frísnesku eyjanna. Uppruni umdeildur. Sumir ætla að orðið sé sk. lat. baba, rússn. bob ‘baun’ og orðið til úr germ. *baƀ(u)nō- við einsk. hljóðfirringu, aðrir að það sé leitt af ie. rót *bheu- ‘vaxa, þrútna’, sbr. beyla (1), búa (3), búlda, bausn, beysinn. Af baun eru leidd no. Bauni og Baunverji k., uppnefni á Dönum, og so. bauna á ‘skjóta á, demba á’, sbr. að baun gat merkt byssukúlu (d. blå bønner), sbr. einnig baunabyssur.