baunir fannst í 6 gagnasöfnum

baun Kvenkynsnafnorð

bauna Sagnorð, þátíð baunaði

baun -in baunar; baunir bauna|berg; bauna|kaffi

bauna baunaði, baunað hann baunaði þessu á hana

baun nafnorð kvenkyn

matbaun, grænmeti af belgjurtaætt

ekki baun

alls ekki neitt

skilja alls ekki neitt

skilja ekki baun (í bala)

alls ekki neitt

skilja alls ekki neitt


Fara í orðabók

bauna sagnorð

fallstjórn: þágufall

bauna (þessu) á <hana>

skella þessu framan í hana, ásaka hana um þetta


Fara í orðabók

baunir nafnorð kvenkyn fleirtala

súpa úr gulum baunum

saltkjöt og baunir


Fara í orðabók

baun no kvk

baunir no kvk flt

baunir kv
[Matarorð úr jurtaríkinu]
samheiti belgbaunir
[skilgreining] ættkvísl plantna af ertublómaætt sem eru upprunnar í Ameríku;
[skýring] um 20 tegundir; ein- eða fjölærar vafningsjurtir með þrífingruð blöð, blóm í klösum og langa belgi; vaxa einkum í heittempruðu loftslagi eða hitabeltisloftslagi. Belgbaunir eru etnar með baunabelgnum, þá oftast óþroskaðar. Oftar eru þó baunirnar teknar fullþroskaðar úr belgnum og þurrkaðar en belgnum fleygt. Aragrúi ræktaðra afbrigða og yrkja tilheyrir ættkvíslinni
Sbr. ertur
[norskt bókmál] brekkebønne,
[franska] haricot,
[færeyska] bøn,
[latína] Phaseolus,
[spænska] judia,
[sænska] böna,
[ítalska] fagiolo,
[þýska] Bohne,
[danska] bønne,
[enska] bean,
[finnska] pavut

baun kv
[Tölvuorðasafnið]
[dæmi] Java-baun.
[enska] bean

baun kv. ‘fræ ýmissa plantna af ertublómaætt; ögn, e-ð smátt’; sbr. fær. bøn, bøna, nno. baune kv., sæ. böna, d. bønne, fe. béan, fhþ. bōna (ne. bean, nhþ. bohne), sbr. einnig (lat.-germ.) Baunōnia nafn á einni frísnesku eyjanna. Uppruni umdeildur. Sumir ætla að orðið sé sk. lat. baba, rússn. bob ‘baun’ og orðið til úr germ. *baƀ(u)nō- við einsk. hljóðfirringu, aðrir að það sé leitt af ie. rót *bheu- ‘vaxa, þrútna’, sbr. beyla (1), búa (3), búlda, bausn, beysinn. Af baun eru leidd no. Bauni og Baunverji k., uppnefni á Dönum, og so. bauna á ‘skjóta á, demba á’, sbr. að baun gat merkt byssukúlu (d. blå bønner), sbr. einnig baunabyssur.


baunir kv.ft. (18. öld, B.H.) ‘stórir fætur’. Vafaorð, eina heimildin orðab. B.H. Sjá buna (1). Ef orðið er rétt hermt gæti það verið sk. buna (1) og bauni og e.t.v. bunungur.