beigur fannst í 1 gagnasafni

beigur, beygur k. (18. öld) ‘uggur, ótti; ⊙verkur fyrir brjósti’. Stofnsérhljóð óvíst, uppruni óljós; sbr. nno. beig k. ‘heilsubrestur, lasleiki’ (en líka bøyg k. ‘beygja, veslingur; vandræði,…’) og fær. beigur k. (ef. beigurs) ‘áfall, óhapp’. Bæði fær. og nno. benda fremur til ei en ey í stofni orðsins og gæti það þá verið sk. Beigað(u)r og beigaldi og e.t.v. beigla, en ef ey er eldra liggja tengsl við beygja og bugur beint við.