bengill fannst í 1 gagnasafni

bengill k. (17. öld) ‘maður með stórar ökklahnútur, skakkfættur maður’; sbr. nno. bengel, sæ. bängel ‘strákur, sláni’, sem oftast er talið to. úr lþ. bengel ‘stór stafur, stráksláni’. Vafasamt er að ísl. bengill sé to., sbr. merkinguna og físl. bo̢ngull ‘kvistóttur stafur?’ og lo. böngu(l)legur. Sjá böng (2).