berringur fannst í 1 gagnasafni

berringur k. (um 1700) ‘þurrahósti, belgingshósti’; berringshósti k. (s.m.); sk. borri ‘hósti’ (s.þ.) og borra s. ‘hósta’. Gæti verið í ætt við so. að berja (sbr. barri (1) og barsa), en hljsk.-myndin borri bendir fremur á tengsl við lo. barr, aborri og burst, sbr. sæ. máll. borre ‘stirfinn og reigingslegur maður’, nno. byrren ‘sperrtur, rembilátur’, fhþ. parrēn ‘standa út í loftið, vera sperrtur’, parrunga ‘stolt, sperringur’. Upphafleg merk. orðsins væri þá ‘sperringur, harður belgingshósti’ e.þ.h.