bersaleyfi fannst í 2 gagnasöfnum

Orðið bessi í bessaleyfi (sbr. taka sér bessaleyfi) merkir að öllum líkindum: björn.

Lesa grein í málfarsbanka

bersaleyfi, bessaleyfi h. (17. öld) ‘leyfi sem e-r tekur sér sjálfur án þess að spyrja aðra’; bersaþeyr, bessaþeyr k. (19. öld) ‘þeyvindi á norðan, hláka’. Uppruni óljós og óvíst hvort fyrri liður orðsins er mannsnafn (Bersi) eða bjarndýrsheitið bersi.