bindilögmál fannst í 1 gagnasafni

bindilögmál hk
[Málfræði]
[skilgreining] Lögmál sem gert er ráð fyrir að nafnliðir í setningum lúti samkvæmt bindikenningu Chomskys. Lögmálin eru þrjú talsins (kölluð A, B og C) og lýsa afturbeygingu og afturvísun í mannlegu máli, þ.e. því hvort og hvernig nafnliðir geta vísað til undanfarandi nafnliða. Þess má geta að ekkert bindilögmálanna spáir fyrir um langdræga afturbeygingu (t.d. í íslensku) og þau geta því ekki talist fullnægjandi kenning.
[enska] principle of binding