bjórr fannst í 1 gagnasafni

1 bjór, †bjórr k. ‘nagdýrstegund, bifur (castor); bjórskinn, skinn’; sbr. nno. bjor, sæ. máll. bjur, fd. biæver, biauær; eiginl. sama orð og bifur (2); sbr. fe. beofor, fhþ. bibar. Sk. lat. fiber, lith. bẽbras (s.m.) og fi. babhrú- ‘brúnn’. Upphafl. merk. ‘hinn brúnleiti’, sk. bera (1), björn (1) og brúnn (1); af ie. rót *bher-, sem er að nokkru tvítekin í ie. *bhebhru-. Í norr. hefur ƀ fallið niður á undan u, *beƀur- > bjór líkt og í njól < *neƀulō og hauk(u)r < *haƀuka-ʀ. Hin almenna merking ‘skinn’ í íslensku kann að hafa æxlast af ‘bjórskinn’, en e.t.v. gætir þar líka áhrifa frá bjór (2) ‘(fleyglaga) stykki af e-u’; sbr. fær. bjóri ‘skinnpjatla, ræma af e-u’ og bjóra ‘bæta, staga saman, setja saman skröksögu’ og bjarva (s.m.). Sjá bifur~(2).


2 bjór, †bjórr k. ‘þríhyrnt stykki, efsti hluti stafnþils í húsi, sá hluti húss sem næstur er stafni; geiri, landræma’; sbr. nno. bjor(e) ‘fleyglaga stykki’, sæ. máll. (gotl.) bjaur ‘gafl í kænu eða fiskibáti’ og sæ. máll. bjurås ‘þaksylla’. E.t.v. sk. lat. fibra ‘þráður, trefja’; bjór < *beƀura- (með einsk. rótartvítekningu, sbr. bjór (1)), sk. bor (1) og berja (1); upphafl. merk. ‘fleygur’ e.þ.h.


3 bjór, †bjórr k. ‘öl’; sbr. fær. bjór, nno. bjôr, sæ. máll. bjor (to. í fír. beóir). Norr. orðið bjórr er oftast talið to. úr fe. béor, sbr. fsax. og fhþ. bior. Uppruni vgerm. orðanna er umdeildur. Sumir ætla að orðið sé germ. að uppruna (< *beura-), sk. bygg (s.þ.), eða < *beuza-, sk. fhþ. biost ‘broddmjólk’. Eins líklegt er að orðið sé af latn. toga, sbr. mlat. biber ‘drykkur’ af bibere ‘drekka’ og eigi í öndverðu við humlabjór, sem fyrst var farið að brugga í klaustrunum um 600 e.Kr.