bjoð fannst í 1 gagnasafni

bjöð, †bjo̢ð h.ft. (⊙kv.) ‘land, landsvæði’ (skáldamál). Uppruni með öllu óviss. Ýmislegt mælir gegn þeirri kenningu að bjöð sé to. úr fír. bioth, bith ‘veröld’, og því hafa menn hyllst til að tengja orðið við beð og beður og yrði þá að gera ráð fyrir hljsk. (beð(u)r < *baðja-, bjo̢ð < *beðō). Þá er og upphafl. merk. orðsins óljós (og á það raunar við um fleiri jarðarheiti eins og t.d. hauður og hjarl), e.t.v. ‘nýrutt og brotið land eða pæld akurspilda’; sbr. e.t.v. tokk. A pāt- ‘plægja’, pate ‘plæging, akuryrkja’, gall. *bodica ‘ósáinn akur’; ie. rót *bhedh-, *bhodh- ‘grafa, stinga’. Sjá beð og beður.