bláa fannst í 5 gagnasöfnum

blá Kvenkynsnafnorð

blár Lýsingarorð

blá 1 -in bláar; blár

blá 2 bláði, bláð vatnið var farið að blá upp úr

blá nafnorð kvenkyn

votlent svæði þar sem strá standa upp úr vatni


Fara í orðabók

1 blá kv. (18. öld) ‘mýri, flói, flatlendi sem liggur undir vatni eða krapa’; blá s. ‘fljóta, flæða yfir’: vatnið bláir yfir grundina, áin bláir uppi ɔ rennur ofan á ísnum. Orðin eiga sér ekki samsvörun í skyldum grannmálum og eru tæpast leidd af lo. blár. E.t.v. (< *blawō, *blawēn) sk. gr. phlýō ‘flóa út af, vella fram’, phlé(u)ō ‘vera yfirfullur,…’, fsl. bl’ujo̢, bl’ĭvati ‘spúa, æla’. Sbr. einnig ísl. blautur og blauður og lat. fluō ‘streyma’.


2 blá kv. (nísl.) ‘bláleitt svell’; bláin kv. ‘dýragras’; leitt af lo. blár.


3 blá- forliður (í herðandi merk.), blánakinn, blásnauður, bláþráður o.s.frv. Tæpast sk. blaðra (1) og gr. phlē̃nai ‘vella fram’ (F. Holthausen), heldur af lo. blár og hefur breiðst út úr samsetningum þar sem þessi forliður hafði sem næst eiginlega merkingu, eins og t.d. blákaldur, blátær, blánótt, blávatn.


blá(a) s. (nísl.): b. fyrir ‘grisja fyrir’. Sjá blár (2).


1 blár k. ‘loft, himinn’: stara út í bláinn. Upprunaleg mynd orðsins óviss, gæti eins verið bláinn k. (nf.). Sk. lo. blár.


2 blár l. ‘bláleitur, með lit heiðríks himins; eintómur, einfaldur; †blásvartur, svartgljáandi’; sbr. fær. bláur, nno., sæ. og d. blå, fe. blǣw, fhþ. blāo (ne. blue, nhþ. blau); < germ. *blēwa-. E.t.v. sk. lat. flāvus ‘rauðgulur,…’, flōrus (s.m.) og fulvus ‘gulbrúnn’ og fír. blá ‘gulur’, af ie. rót *bhlē-, *bhlō-, sbr. *bhel- ‘ljóma’ í bál (1) (s.þ.). Sumum hefur þótt sem germ. orðið væri allfrábrugðið latn. orðunum að merkingu og því heldur kosið að tengja það við gr. mélas ‘svartur’ (ml- > germ. bl-), en ekki er það sennilegt, enda vitað að merking samhljóða eða rótskyldra litarorða hefur kvíslast á ýmsan veg í ie. málum. Sjá einnig blá(a), blámi, blæ(i)ngur, Blo̢vurr og blý.