blítt fannst í 4 gagnasöfnum

blíður blíð; blítt í blíðu og stríðu STIGB -ari, -astur

blíður lýsingarorð

sem einkennist af mýkt og hlýju

hann bauð góðan dag með blíðum rómi

vera blíður á manninn

vera hlýlegur í viðmóti


Sjá 2 merkingar í orðabók

blítt atviksorð/atviksliður

á blíðan hátt

hann brosti blítt til stúlkunnar

hún strauk barninu blítt um vangann


Fara í orðabók

blíður lo (ljúfur í viðmóti)
blíður lo (sem vekur ljúfa tilfinningu)
blíður lo (mildur [veðrátta])

blítt ao

blíður l. ‘viðmótshlýr, vingjarnlegur, glaðlegur; mildur’; sbr. fær. blíður, nno., sæ., d. blid, fe. blīðe ‘glaðlegur, mildur’, fhþ. blīdi ‘glaður’, fsax. blīði ‘bjartur, glaður’, gotn. bleiþs ‘miskunnsamur’ (< *blīþi-). Upphafl. merk. ‘bjartur, glaður’, af ie. rót *bhlei-, sbr. blý og blær (2), af sömu (frum)rót (*bhel-) og bál (1), blasa, blik, blossi og blys (1). Af blíður er leitt blíða kv. og †blíði kv. ‘vinsemd, mildi, ljúfleiki’, sbr. fær. blídi, nno. blîda (s.m.), og so. blíðka.