blygða fannst í 1 gagnasafni

blýgja(st) s. ‘blygðast sín, fyrirverða sig’; sbr. nno. blygjast, sæ. blygast, nd. blues, gd. blyges (s.m.); < *bleugjan sk. bljúgur (s.þ.), sbr. fe. āblycgan (hljsk.) ‘skelfast’. Af blýgja(st) er leitt no. blygð kv. < *blýgð ‘blygðun; tál’, sbr. fær. blygd, nno. og sæ. blygd, gd. bly(g)d (s.m.), og af blygð kv. so. blygðast ‘fyrirverða sig’ og blygða † ‘tæla, fleka’. Sjá bljúgur.