boggr fannst í 1 gagnasafni

2 böggur, †bo̢ggr k. † ‘mein, skaði’. Oftast talið sk. bagi og bági og so. að baga og bagga. En bæði orðmyndin sjálf og viðurnefnið böggvir, sem vísast er af henni dregið, virðast benda á fornan wa-stofn; bo̢ggr þá < *baggwa- < *bawwa-. Uppruni orðsins er óviss, en hugsanlega gæti það verið af ie. *bheuǝ- eða af sömu frumrót (ie. *bhā̆u- ‘slá’) og so. bauta og gotn. bauþs ‘heyrnarlaus, þögull’; fe. béowan, bíewan s. ‘nudda, fága’ og fhþ. beuwan, bouwan (s.m.) gætu verið af þessum toga, en eru oftast ættfærðar öðruvísi. Sjá böggvir.