bráðum fannst í 6 gagnasöfnum

bráðum

bráður bráð; brátt bráður vandi STIGB -ari, -astur

bráð nafnorð kvenkyn

eitthvað sem er bráðið

bráðin streymir frá eldstöðvunum


Fara í orðabók

bráðum atviksorð/atviksliður

innan skamms tíma

ég á von á því að hún hringi bráðum

nú eru bráðum liðin hundrað ár síðan skáldið fæddist


Fara í orðabók

bráður lýsingarorð

sem ber fljótt að, skyndilegur

hann fékk bráða lungnabólgu


Sjá 3 merkingar í orðabók

bráðum ao

bráður lo
bráður lo (bráðlyndur, uppstökkur)

bráður
[Lyfjafræði - lyfjastofnun]
samheiti bráða-
[enska] acute

bráður lo
[Læknisfræði]
samheiti skyndilegur
[skilgreining] Sem birtist skyndilega og gengur hratt.
[latína] acutus,
[enska] acute

1 bráð kv. ‘veitt dýr, (hrátt) kjöt af veiddu dýri; æti, fengur’; sbr. fær. bráð, sæ. (ville-)bråd, d. brad (s.m.); nno. bråd h. ‘steik, máltíð, bringuendi’ virðist hafa orðið fyrir áhrifum frá bráð (3) og bráðinn (s.þ.). Sbr. ennfremur fe. brǣde ‘hrátt kjöt’, fsax. brādo ‘(svíns)læri, kálfi’, fhþ. brāt(o) ‘kjöt’, mhþ. brāt ‘meyrt kjöt’ (< *brēðō). Uppruni óljós. Merkingin ‘steik’ líkl. komin upp í þ. fyrir tengsl við braten. Sumir telja orðið með öllu óskylt bráðinn og bræða (1) og nhþ. braten ‘steikja’; aðrir ætla að það sé tengt þeirri orðsift og merki í öndverðu meyrt kjöt, til þess fallið að steikja við eld, og er það fremur líklegt. Giskað hefur verið á að orðið hafi í öndverðu hafist á mr (mr > mbr > br) og sé sk. mör og merja (2). Vafasamt.


2 bráð kv. ‘skynding, flýtir, nálæg og stutt stund’. Leitt af lo. bráður ‘skjótur, skyndilegur’, eiginl. nafngert lo. í kvk. Sjá bráður og bráðum; sbr. bráða s. ‘flýta sér’.


3 bráð h. og kv. ‘bræðsla, bráðnun: sólbráð; e-ð bráðið, t.d. feiti; tjara’; sbr. fær. bráð ‘tjara’, nno. bråd ‘bræðsla, tjörubræðsla, tjörgun’, sæ. máll. brå(d) ‘fita, tjara’; sbr. einnig ísl. bráða s. ‘tjarga’. Sk. bráðinn, bráður og bræða (1) (s.þ.); ath. bráð (1 og 2).


4 bráð- forliður til áherslu: bráðger, bráðgreindur; sbr. bráður.


bráðum ao. ‘skjótt, fljótlega’; sbr. fær. bráðum ‘hratt, skjótt’; eiginl. þgf.ft. af lo. bráður, sbr. löngum og stórum (ao.) af langur og stór og bráðan ao. ‘skjótt’ (þf. í kk.) af bráður.


bráður l. ‘fljótur, snöggur, skyndilegur, ofsalegur; ákafur, bráðlátur, uppstökkur’; brátt l.h. og ao. ‘skjótt’. Sbr. fær. bráður (s.m.), nno. bråd ‘skyndilegur’, sæ. bråd, d. brad ‘fljótur, skyndilegur’. Upphafl. merk. orðsins er ‘heitur, rjúkandi’ e.þ.h., sbr. me. brāþ ‘ákafur, ofsafenginn, reiður’ (to. úr norr.). Sk. fe. brǣð ‘gufa, öndunarloft’, fhþ. brādam ‘gufa, loft, hiti’ og (hljsk.) fe. brōd, mhþ. bruot ‘hiti, lífgun við hita, útungun, afkvæmi’ (< *brō-ði-), sbr. ne. breed og nhþ. brüten ‘unga út, ala upp eða af sér’. Lo. bráður < germ. *brē-þa- (frnorr. *brāþa-) af germ. rót *brē-, *brō- (*bra-) (ie. *bhrē-, *bhrō-) í fhþ. brādam < *brē-þ-men og mlþ. brōien, nhþ. brühen ‘brenna, sjóða’; sbr. lat. frētum, frētus ‘ólga, suða, hiti’. Frumrót þessarar orðsiftar, ie. *bher- ‘ólga, sjóða’, hefur æxlað aðrar af sér: *bh(e)rē- í bráður, *bh(e)rei- í brími og brý, *bh(e)reu- í brunnur og brugga o.s.frv. (s.þ.). Sjá bráð (3), braði og bræða~(1).