bróka fannst í 5 gagnasöfnum

brók -in brókar; brækur brókar|hald; brókar|saumur; brókar|laus

brók nafnorð kvenkyn
einkum í fleirtölu, óformlegt

buxur

ég dreif mig í brækurnar og hljóp út


Sjá 2 merkingar í orðabók

brók no kvk
vera maður í brókum
vera á tómri brókinni
gyrða sig í brækur
bera hjartað í brókunum
hjartað fer niður í brækur
Sjá 10 orðasambönd á Íslensku orðaneti

Orðtakið vera brátt í brók merkir: vera óþolinmóður.

Lesa grein í málfarsbanka


No. flysjungur ‘hviklyndur maður; dusilmenni; lausagopi’ kemur fyrir í fornum rímum (Þrænlum):

*„Fái þér mér,“ kvað flysjungs maðr / furðu var þá skalkrinn glaðr (Rs I, 246).

Það mun dregið af so. flysja ‘rífa, fletta (í sundur)’ og merkingar hins skylda no. flosi ‘lauslátur, málugur’ hafa æxlast þaðan (ÁBlM). Elsta dæmi í síðari alda máli er frá 16. öld.

Um Stefán Skálholtsbiskup segir í sögu hans:

Hann var mikið ljúfmenni við alþýðu en harður við flysjunga og sakafólk og við stórmenni sem settu sig á móti honum (Bisk II, 237 (1593)).

Í Skarðsárannál Jóns Egilssonar er enn annað dæmi að finna með flysjungi:

biskup Sveinn hafði skírt þann mann og sagt það hann mundi verða flysjungur og honum mætti ætla brók en ekki sokka [vl. honum mætti ekki ætla brók miður en sokka (f18 (615))] (f17 (Safnsög I, 49).

Samsvarandi dæmi má finna hjá Jóni Espólín:

mælt er hann [Sveinn spaki Pétursson (1466–1476)] hafi áður nokkru meðan hann var prestur, skírt barn einhverju sinni, og sagt því mætti ætla brók en ekki sokka því flysjungur mundi verða, og þótti rætast (f19 (JEsp II, 66)).

Hið eftirminnilega orðasamband e-m má ætla brók en ekki sokka ‘e-r verður ekki að manni (kemst aldrei hærra en í brók)’ kemur ekki annars staðar fyrir.

Jón G. Friðjónsson, 7.3.2015
 

Lesa grein í málfarsbanka

brók kv. ‘buxur, nærbuxur, skinnbuxur; kaðalsmeygur á bát (við setningu); band á bát í skipsuglum’. Orðið er samgerm., sbr. fær. brók kv., nno. og sæ. brok, d. brog (to. í finn. ruoke, ruokket), fe. brōc, fhþ. bruoh, ne. breech ‘buxur’. Uppruni umdeildur. Tæpast to. úr keltn. brāca (s.m.), frekar öfugt. Ólíkleg eru tengsl við gr. phrássein ‘gyrða, umlykja’ eða lat. fragrō ‘lykta’. Orðið brók á líklega upphafl. við stuttbuxur og þann líkamshluta er þær huldu einkum ɔ rass og lendar, sbr. fe. brēc ‘rass, bakhluti’ og svissn. bruech ‘klyftabein’; brók e.t.v. sk. lat. suf-frāgines ‘læri á dýri’ (eiginl. ‘það sem er undir baki eða afturenda’); e.t.v. sk. brak, brek og gotn. brikan ‘brjóta’; upphafl. ‘e-ð snarbogið, líkamsbugða eða klyftir’, og svo flíkin sem skýlir þeim líkamshluta (sbr. fr. cule ‘rass’ og culotte ‘buxur’). Tökumerkingar í orðinu brók eru líkl. ‘kaðalsmeygur’ og ‘skipsbátsband’, e.t.v. úr no.; brók kemur líka fyrir í sams. hrognabrók, skammrifsbrók og ærbrók.


bróka kv. † ‘kona’ (kvenheiti í þulum). Orð þetta hefur verið tengt við nno. brôke kv. ‘bröndótt dýr’ og brôk ‘unglax’, sæ. máll. brok ‘dökkur blettur, skjóttur hestur’, d. broget ‘marglitur’, fær. brókutur ‘flekkóttur’, en orð þessi hafa ýmist verið talin í ætt við ísl. björk (s.þ.) eða ír. mrecht ‘marglitur’ og e.t.v. með vafasömum rétti; bróka ætti þá að merkja ‘skartkvendi’ e.þ.h. Vafasamt; eins líklegt er að bróka kv. sé leidd af brók og sé einsk. lastyrði, sbr. lodda kv. í sömu línu þulunnar og viðurnefni eins og langbrók og snúinbrók.