brallok fannst í 1 gagnasafni

bralla s. (16. öld) ‘ólátast, smáhrekkja; braska, fást við (e-ð vafasamt); vera með leynilegt ráðabrugg’; brall h. ‘smáólæti eða hrekkir (krakka); brask; ráðabrugg’; brallok h. ‘brask’. Sbr. nno. bralla ‘hafa hátt, ólátast’, fær. brala ‘gorta; ólga, vella’, d. bralle ‘masa’, jó. brald ‘hávaði’, mhþ. bral(l) ‘hávaði, skrölt’. E.t.v. hljóðgervingur eða < *braz-l- sbr. bras (1). Sjá brella og brölta.