brass fannst í 6 gagnasöfnum

bras -ið brass; brös hann átti í miklu brasi með töskurnar

bras nafnorð hvorugkyn

fyrirhöfn, erfiðleikar

lögreglan á í brasi við hættulega glæpamenn


Sjá 2 merkingar í orðabók

bras no hvk (vandræðagangur)

bras
[Raftækniorðasafn]
samheiti harðlóðun
[sænska] hårdlödning,
[þýska] Hartlöten,
[enska] brazing

1 bras h. (17. öld) ‘rosi, illviðri, hret; fyrirhöfn, baks; fjör, gredda’; brasa s. ‘baksa við, færa til’; brasandi k. ‘sjávarólga, ólgusjór’. Sbr. fær. brasa ‘loga, snarka’, nno. brasa ‘brenna glatt, snarka, ólátast; vera graður (um fola)’, sæ. máll. brasa ‘braka’, jó. brase ‘skíðloga; pompa, skella niður’. Sbr. ennfremur nno. brase ‘gerðarlegur maður’, fær. brasin ‘rogginn, óstýrilátur’. Fnorr. aukn. brasi og brasað(u)r (sjá bras (2)) og pn. Bresi (s.þ.) eru e.t.v. af þessum sama toga, sjá þó bras (2). Sk. þ. máll. braseln, praseln, þ. prasseln ‘snarka (um eld)’, af germ. rót *bres-, ie. *bhres- ‘braka, bresta’. Sjá brass (2) og brösur, brask, brasta og bresta.


2 bras h. (17. öld) ‘samkveiking málmstykkja; †látún; steiking, steiktur matur’; brasa s. ‘sjóða saman málmbúta, festa saman, gera við; steikja’. Sbr. nno. brasa, d. brase ‘steikja’. To. úr fr. braser ‘lóða eða kveikja saman’ og ffr. brasoier ‘steikja’ og eru frönsku orðin raunar ættuð úr germ., sbr. bras (1). So. brasa ‘steikja’ er líkl. komin inn í ísl. úr d. og gæti verið norr. að uppruna; fnorr. aukn. brasað(u)r kynni að vera dregið af henni. Sjá bras (1) og brass (1).


3 bras h. (17. öld) † ‘aktaumar (á segli)’. To. úr d. bras ‘aktaumar, dragreip’, komið um holl. bras úr fr. bras (s.m.) < lat. bracchium ‘armleggur’ < gr. brakhíōn (s.m.).


4 bras h. (18. öld, JGrv.) ‘kjaftbein í þorski með fitu eða fillu’; brasi k. ‘vöðvi í skolti lúðu eða kola’. Uppruni óljós; e.t.v. sk. brasa ‘steikja’. Sjá bras (1 og 2).


1 brass eða bráss k. † ‘eldasveinn’ (eitt d. í skáldam.). E.t.v. sk. brasa ‘steikja’ og þá anorr. að uppruna. Aðrir lesa bráss og tengja orðið við bráðinn og bræða (1).


2 brass h. (um 1700) ‘frekja; fjör, frjóvgunarhneigð’; brassi k. ‘áleitni karldýra, eðlunarfýsn, kvensemi; fyrirgangur, hávaði’; brass l. ‘röskur; ólmur, eðlunarfús’. Sbr. bras (1) og nno. brasa ‘vera graður’.