brigtari fannst í 1 gagnasafni

brigt (brygt?) h. (18. öld) ⊙ ‘ofsalæti, mikið fas eða látæði’; brigtari, ⊙brittari k. ‘látæðismaður’; ⊙brittaralegur l. ‘fasmikill, gustmikill’; ⊙brittalegur l. ‘önugur, úfinn’. Uppruni óljós. Orðin virðast leidd af so. *brigta. Sé hún innlend, gæti hún e.t.v. verið vf. frb.mynd fyrir *brigda < brigða eða < *bregðatjan, *brugðatjan af bregða, sbr. nno. brukta ‘hreyfa fram og til baka’ og fe. brogdettan ‘hrista’. Ekki er óhugsandi að blöndun við annað orð ɔ Brit(t)i ‘Breti, breskur kaup- eða farmaður’ komi hér við sögu; sbr. örn. Brittasel, Brigtatóftir.