brinna fannst í 1 gagnasafni

1 brenna, †brinna (st.)s. ‘loga, bála; eyðast í eldi’; sbr. fær., nno. brenna, sæ. brinna, d. brænde, fe. beornan, biernan, fhþ. og gotn. brinnan, nhþ. brennen, ne. burn. Sk. lat. fervēre ‘sjóða, ólga’, mír. berbaim (s.m.), af ie. rót *bh(e)reu- ‘ólga, vella’, sbr. brunnur, brugga og bruni. Í brenna hefur orðstofninn fengið n-innskeyti, ie. *bhre-n-u̯-, sem v-ið síðan hefur samlagast ɔ *brenwan > *brennan > brinna; e-ið í ísl. so. er komið frá ors. brenna. Af so. brenna er leitt no. brenna kv. ‘bál’; sbr. nno. brenne, sæ. bränne kv. Sjá brandur (1), brenna (2), bruna, brund, bruni og brunnur og ennfremur bráður, brauð, broð og brugga.