brisa fannst í 7 gagnasöfnum

bris -ið briss; bris bris|bólga

bris nafnorð hvorugkyn líffræði/læknisfræði

briskirtill


Fara í orðabók

Orðið bris merkir: kirtill; ör (á húð); skrof á ís (Íslensk orðabók).

Lesa grein í málfarsbanka

bris hk
[Uppeldis- og sálarfræði]
[skilgreining] meltingarkirtill milli maga og hryggjar
[enska] pancreas

briskirtill kk
[Læknisfræði]
samheiti bris
[skilgreining] Blandaður inn- og útseytikirtill ofarlega í aftanskinubili kviðarhols. Seytir brisvökva í skeifugörn og insúlíni og glúkagoni í blóð.
[enska] pancreas,
[latína] pancreas

1 bris h. (19. öld) ‘lítill meltingarkirtill milli maga og hryggjar (pancreas)’; sbr. fær. bris (s.m.), nno. bris ‘háls- og kviðarkirtlar’, sæ. máll. bris, bress (s.m.), sæ. kalvbräss ‘briskirtill í kálfi’; sbr. ennfremur d. brissel ‘bógeitill, brjóstholskirtlar’. Líkl. allt to. úr þ., sbr. þ. máll. bries, briesel, brüsel og nhþ. brieschen, bröschen (smækkunarend. -chen). E.t.v. af sömu rót og brjóst og brúskur. Í ísl. sýnist tökuorðið hafa tengst innlendu orði og lagað sig eftir því. Sjá bris (2).


2 bris h. (17. öld) ‘ör, ójafna eða þykkildi í húð; skrof á ís’. Uppruni ekki fullljós. E.t.v. sk. svissn. brisen ‘húðþykkildi, sigg’, mhþ. brisen ‘herpa saman’, brise ‘felling á klæðum’, þ. máll. prise (s.m.). Af bris er leidd so. brisa ‘mynda ör, herpast, gróa ójafnt (um sár)’. Sjá brís; ath. brisl.


brisa s. (nísl.) ‘sjóða, lóða saman (málmhluti)’. E.t.v. einsk. ný hljsk.mynd við brasa, m.a. fyrir áhrif frá orðum eins og bris- eða brísheitur. Sjá brísi og bras (2).


brísi k. (15. öld) ‘eldur’, brís k. (s.m.); bris- eða brísheitur l. (17. öld); brísingr k. † eldsheiti (í þulum); brísingsveður h. (nísl.) ‘hitaveður, breyskjuhiti’; brisaldalegur, brisælda(r)legur l. (nísl.) ‘sællegur, rjóður í kinnum, bústinn’. Sk. nno. brîsa, brisa ‘lýsa, loga, kveikja bál, skarta, státa sig’ og brising k. ‘bál, blossi’. A. Torp telur nno. brisa s. < *brehisōn sk. brjá og braga. Líklegra er að orð þessi séu sk. breima, brími og brýja (1), af germ. *brē̆s-, ie. *bhrei-s-. Ath. brísingamen, Bríseið og Brísing.