broki fannst í 1 gagnasafni

brok h. (17. öld) ‘klófífa, rauðbreyskingur, hey úr fífuflóa; ský sem tætast fyrir vindi; kaldur norðanvindur; ⊙ljóst og hrokkið konuhár (sbr. klófífumerk.)’; sbr. nno. brok h. ‘sundurrifinn fiskur; leifar af rándýrsbráð; grófgerð og stíf strá, hálmstrá, síðslegið úthagahey’. Líkl. < germ. *bruka- eða *ga-bruka- og upphafl. merk. ‘e-ð brotakennt eða sundurtætt’, sbr. fe. gebroc h. og gotn. gabruka kv. ‘brot eða stykki af e-u’ og fe. brecan, gotn. brikan (st.)s. ‘brjóta’. Sjá brak, brek og breki; ath. brák (1), brók, brokhærður og Brokk(u)r.


bróki (v.l. broki) k. fno. aukn. Líkl. sk. brók frekar en brok.


brokki (v.l. broki) k. fno. aukn., e.t.v. sk. brokka og ætti þá við göngulagið.