broma fannst í 1 gagnasafni

broma, bróma kv. † ‘brot eða smástykki úr e-u’; sbr. nno. brôm ‘málmbrot, t.d. úr gömlum áhöldum; trérusl’, brømm, brymm og brem (s.m.). Lengd sérhljóðsins er óviss; orðið e.t.v. sk. brjóta og fhþ. brōsma ‘brot eða stykki úr e-u’ (af ie. rót *bhreu-), en líklegra er að það sé í ætt við brum (1) og upphafl. merk. þá e.t.v. ‘egghvöss brot’ e.þ.h. Sjá brómber og brum (1).