brosmamikill fannst í 1 gagnasafni

brosmalegur l. (17. öld) ‘svörgulslegur, sver’; brosmamikill l. (19. öld) ‘fyrirferðarmikill, barmstór; fyrirhafnarsamur (um verk)’. Uppruni óljós. Orðið minnir á bosmi og bosmamikill og kynni að hafa fengið innskots-r frá orðum eins og brjóst, brúsi og brussa, en gæti líka verið myndað af rótinni *bhreu-s- í brúsa og brúsi með m-viðsk.