bruðlaup fannst í 1 gagnasafni

brúðhlaup, bruðlaup, brullaup h. ‘gifting, brúðkaupsveisla’; sbr. fær. brúdleyp, nno. brudlaup, brydlaup, brullaup, bryllaup, d. brylløb, fsax. brūdloht, fhþ. brūthlauft (s.m.). Orðið vísar í öndverðu til einhverskonar brúðkaupssiða, e.t.v. þess að þátttakendur skyldu fylgja (eða hlaupa) með brúði til hins nýja heimilis hennar. Sumir hafa jafnvel talið að orðið eigi upphafl. við brúðarrán og siðvenjur sem því voru tengdar. Orðið brúðkaup merkir hinsvegar hjúskaparsamning eða það að brúður var mundi keypt. Sjá brúður.