bryðja fannst í 3 gagnasöfnum

bryðja 1 -n bryðju; bryðjur, ef. ft. bryðja bryðju|legur

bryðja 2 bruddi, brutt þótt ég bryðji/bryddi þetta

bryðja nafnorð kvenkyn

stór, fyrirferðarmikil kona


Fara í orðabók

bryðja sagnorð

fallstjórn: þolfall

mylja (e-ð) með tönnunum

hann tók sykurmolann og bruddi hann


Fara í orðabók

1 bryðja kv. † ‘ker (úr holuðum trjástofni); tröllkona; (nísl.) digur, grófgerð og frek kona, skass’; sbr. nno. brydje kv. ‘ker úr holum trjástofni, tréþró,…’, sæ. máll. brya, bröja ‘brunnhola í haga fyrir fénað’. Upphafl. merk. e.t.v. ‘soðker’, leitt af broð ‘soð’ (s.þ.). Sumir telja að bryðja ‘tröllkona, kvenskass’ sé annað orð og sk. so. bryðja, en það er heldur ólíklegt, sbr. að nno. brydje er líka haft um grófgerða og sóðafengna konu: ei fæl brye, og sbr. merkingu ísl. orða eins og drylla og strilla o.fl. Hinsvegar er ekki öruggt að bryðja ‘ker’ sé leitt af broð; orðið gæti upphafl. merkt (afbrotinn) trjábút og síðan holaðan, sbr. bruði og væri þá sk. so. bryðja.


2 bryðja s. (17. öld) ‘mylja undir tönnum, mylja í sundur’; sbr. fær. bryðja (s.m.). Sk. bruði og bruðla (s.þ.).