buggi fannst í 2 gagnasöfnum

bugg h. (19. öld) ‘hljóð í tófu (á greni)’; líkl. hljóðgervingur; sbr. fi. búkkati ‘geltir’, rússn. bučatь ‘rymja, drynja’; sbr. baula (1), bjóla (2), nno. bûra ‘rymja’.


buggi k. fno. aukn.; sbr. nno. bugge k. ‘þrekinn og myndarlegur maður; valdamaður’, dalbugge k. ‘dalabóndi’. E.t.v. sk. e. big ‘stór’ (< *bugja-) og bug ‘bjöllutegund’, þ. máll. bögge ‘aldinkjarni,…’ og fhþ. buhil ‘hóll’. Upphafl. merk. ‘e-ð svert og hnellið’. Aðrir telja orðið einsk. gælu- eða smækkunarmynd af bukki, bukkur ‘hafur’. Lítt sennilegt.