bulli fannst í 7 gagnasöfnum

bull Hvorugkynsnafnorð

bulla Sagnorð, þátíð bullaði

bull -ið bulls

bulla 1 -n bullu; bullur, ef. ft. bullna maðurinn er bulla; bulla barst frá páfa; bullu|dæla

bulla 2 bullaði, bullað leirinn bullaði í hvernum

bull nafnorð hvorugkyn

vitleysa, þvættingur

trúirðu þessu bulli?

fara með bull


Fara í orðabók

bulla nafnorð kvenkyn

stöng með gataðri þverplötu neðan í til að strokka smjör í strokk


Sjá 3 merkingar í orðabók

bulla sagnorð

krauma með loftbólum, vella

leirhverir ólga og bulla fyrir neðan hlíðina


Sjá 2 merkingar í orðabók

bull no hvk

bulla no kvk (stór skór)
bulla no kvk (þorpari)
bulla so
vatnið bullar <upp með skóvörpunum>
það bullar í <hvernum>
<vatnið> bullar
það sýður og bullar

Ef.ft. bullna (sbr. fótboltabullna, knattspyrnubullna).

Lesa grein í málfarsbanka

bulla
[Eðlisfræði]
[enska] piston

bulla kk
[Flugorð]
samheiti stimpill
[skilgreining] Hreyfanlegur hluti í strokki strokkhreyfils sem gegnir því hlutverki að breyta þrýstingi í vinnu.
[enska] piston

bulla kv
[Málmiðnaður]
samheiti stimpill
[enska] piston,
[sænska] kolv,
[þýska] Kolben

stimpill
[Sjómennsku- og vélfræðiorð] (vél)
samheiti bulla
[enska] cylinder piston

bulla
[Sjómennsku- og vélfræðiorð]
[enska] piston

1 bulla kv. (17. öld) ‘stöng með þverspeldi á enda: b. í strokk, b. í vél eða dælu; hnéskel; stór, ólögulegur fótur eða skór’. Uppruni óljós og engar beinar samsvaranir í skyldum grannmálum. E.t.v. sk. nno. bulle ‘lítið, hringlaga rúgbrauð’ og bull ‘griðungur; lamb’, fær. bullur ‘uxi’; sbr. fe. bolla ‘skel, skál’, héafodbolla ‘höfuðskel’, mhþ. bolle ‘brumhnappur; kúlulaga ílát’. Sjá bjalli, bolli og böllur. Upphafl. merk. þá ‘e-ð svert, hring- eða bungulaga’, en vísast hefur orðið sætt merkingaráhrifum frá bulla (4).


2 bulla (frb. budla), búlla (frb. búl-la) kv. ‘páfabréf’. To. úr mlþ. bulle eða beint úr lat. bulla (s.m.). Latn. orðið bulla merkti upphafl. bólu, hnúð eða hnapp, síðan hylki eða nisti, svo innsigli sem hékk við slíkt hylki, og loks skjalið sem innsiglið bar. Sjá bóla (2).


3 bulla kv. (nísl.) ‘áflogahundur, svoli; ódámur, ómerkilegur maður’. To. úr d. bølle ‘þorpari, áflogaseggur’, stytting úr Bøllesjakket sem var heiti á flokki baldinna námspilta sem kenndu sig við dvalarstaðinn Bøllemose.


4 bulla s. (17. öld) ‘sjóða, vella; þvaðra, rugla’; bull h. ‘suða, suðuhljóð; þvættingur’; í sams. bullsjóða, bullsveittur. Sbr. fær. bulla s. og bull h. (s.m.), nno. bulla, buldra ‘vella, sulla, masa’, bull k. ‘smávindhviða, vindbóla’, svissn. bullen ‘freyða, bóla upp’. Líkl. af sömu rót, ie. *bhel- ‘svella, þrútna’, og bulla (1), bolli, bolur og böllur. Sumir gera ráð fyrir tengslum eða blöndun við orð af hljóðrótinni *bhel- í bylja og belja, en það sýnist ástæðulaust.


bulli k. fno. aukn.; e.t.v. sk. nno. bulle ‘bólguhnúður, kaun’, af sömu rót og bolli og bulla (1).