bunjarðr fannst í 1 gagnasafni

2 buna kv. (17. öld) ‘grannur, óslitinn vatns- eða vökvabogi: lækjarbuna, kaffibuna; samfelldur orðaflaumur; (hratt) rennsli niður brekku, t.d. á sleða’. Orðið á sér ekki beina samsvörun í skyldum grannmálum og uppruni ekki fullljós. Hugsanlega s.o. og buna (1), ef upphafl. merk. væri ‘renna eða bunustokkur’ e.þ.h. Líklegra er þó að orðið sé sk. nno. buna og bynja ‘hafa hátt, böðlast áfram (við vinnu)’, bun ‘klunnafenginn maður’; forn aukn. eins og bunhauss og bunjarðr (eða < búnjo̢rðr?) gætu verið af þessum sama toga. Orð þessi eru líkl. sk. bani og ben af ie. rót *bhen- ‘berja, slá’; bunan væri þá kennd við fallhljóðið. Af buna kv. er dregin so. að buna ‘renna í bunu, streyma; tala látlaust’.


bunhauss k., bunjarðr k. Sjá buna (2).