bunufættur fannst í 1 gagnasafni

1 buna kv. (17. öld) ‘klunnalegur fótur, langur skór’; einnig físl. aukn.; bunufættur l. ‘bjúgfættur’. Sbr. gfær. bunur k. ‘sver framlimur, bjarnarhrammur’, nno. bune kv. ‘holt bein, leggur, lærleggur’, í ft. ‘leggir, útlimir’, fsæ. bunulægger ‘bógur á dýri’, d. bonneben ‘sköflungur, fótleggur á sláturdýri’, fe. bune ‘pípa, rör’. B.H. þýðir orðið buna sem bjarnar- eða uxafót og tilfærir ft.-orðið baunir (s.þ.) í sömu merk. og bunur ɔ stórir og klunnalegir fætur. Uppruni þessara orða ekki fullljós. E.t.v. sk. so. búa og búa ‘búrót’, sbr. sæ. máll. bun ‘stór, grófgerður’ og arm. bun ‘trjástofn’ (< *bhū-ni, *bhū-no-) og mír. búan ‘staðfastur’ (< ie. *bhou-no-) og hugsanlega einnig þ. buhne ‘skipagarður, fiskagerði’ og bühne ‘leiksvið, pallur’. Sjá bauni, baunir og bunungur; ath. buna (2) og bunki.