burni fannst í 1 gagnasafni

burn, burnirót kv., burni, burnir k. (18. öld) ‘svæfla, planta af helluhnoðraætt (rhodiola rosea), rót af svæflu’. Orðið er stundum einnig ritað burkn, borkn í eldri heimildum (JGrv., B.H.), sem vísast er rakalítil tilraun til að tengja það við orðið burkn(i); burn virðist ekki eiga sér neina samsvörun í skyldum málum og uppruni með öllu óljós, auk þess sem orðmyndin burnirót er dálítið torskýrð orðmyndunarlega (< *byrnirót?). Nafnið á e.t.v. við svera og kubbslega rótina og þá hugsanlega skylt burlufótur og býri (s.þ.). Jurtin gengur undir fleiri nöfnum eins og blóðrót, greiðurót og höfuðrót.