bylming fannst í 3 gagnasöfnum

bylmingur -inn -ings

1 bylming(u)r k., bulming(u)r k. † ‘öskubakað brauð’. Líkl. sk. sæ. bolm-stor ‘mjög stór’, nno. bylma ‘vera þungbúinn, þykkna (um loft)’, belma ‘þamba í sig’. Upphafl. merk. ‘þykkur, vel hefaður brauðhleifur’. Sjá Bólm; ath. bólm(u)r.


2 bylmingur k. (18. öld) ⊙ ‘flattur fiskur lagður saman aftur um sárið’: leggja fisk í bylminga. E.t.v. s.o. og bylming(u)r (1), en sýnist vera í einhverjum tengslum við bumlungur (s.þ.) (tæpast þó hljóðavíxl lm > ml).


3 bylmingur k. (18. öld) ‘druna, gnýr, hávaði’, í sams. bylmingsbylur, bylmingshljóð, bylmingshögg; bylming kv. ‘sterk vindhviða’. Líkl. sk. bólma, bylja og bylur. Einnig koma fyrir orðmyndir eins og bumlungshögg og bum(b)luhögg s.s. bylmingshögg, er vitna e.t.v. um áhrif frá bumba (1) og bumla.