bytti fannst í 1 gagnasafni

bytta kv., †bytti h. ‘biða, fremur grunnt hringlaga ílát; ponta; lítill og lélegur bátur, gaflkæna; drykkjurútur: fyllibytta’; sbr. fær. og sæ. bytta ‘ílát’, d. bøtte, nno. bytte kv. (s.m.). To., líkl. fremur úr mlþ. butte ‘ker, tunna’ en fe. bytt ‘belgur’; sennil. komið úr mlat. butina ‘flaska’ < gr. bytínē ‘fléttuvafin vínflaska’, af óljósum toga. Aðrir telja orðið germ. að uppruna sk. bjóð, boðn og byðna. Vafasamt. Nísl. bytta ‘fylliraftur’ er ungt to. úr d. (fylde)bøtte.