calabash fannst í 1 gagnasafni

calabash
[Nytjaviðir]
samheiti kalabas
[skilgreining] Nytjaviður. Bæði viðurinn og aldinið er nýttur. Viðurinn rauðbrúnn með dökkum rákum. Aldinin reglulega egglaga með harða viðarskurn, allt að 50sm að lengd.
[skýring] Viðurinn er sagður vera notaður í hnakk- og söðulvirki í heimkynnum sínum. Aldinið er klofið til helminga og losað við aldinkjöt og fræ og er notað sem ílát undir vatn og mat. Einnig notað til að smíða hljóðfæri eða skreytt af listamönnum og selt sem minjagripir.
[enska] calabash-tree,
[latína] Crescentia cujete