dægn fannst í 1 gagnasafni

dægn, †dœgn h. ‘hálfur sólarhringur’; sbr. nno. døgn, dygn, sæ. dögn, d. døgn; dægur, †dœgr h. (s.m.), sbr. fær. -døgur, nno. døger, fsæ. dögher, gd. døger. E.t.v. forn víxlan r- og n-stofns *dōgir-: *dōgin-, sbr. ennfremur fe. dōgor h. ‘dagur’ og gotn. fidurdogs l. ‘fjögurra daga gamall’. Sk. dagur (hljsk.) (s.þ.). Af dægur eru leiddar samsetn. eins og Tvídægra kv. (örn.) og so. dægra ‘liggja í rúminu (mest) allan daginn; láta mjólk eða mjólkurmat standa lengi (í ílátum)’.