dómulla fannst í 1 gagnasafni

dómoll h. (18. öld) ‘slór, droll’; dómolla, dómulla s. ‘drolla, slæpast’. Uppruni óljós. Forliður e.t.v. - sk. dóla og deyja og viðliður e.t.v. tengdur molla og mulla (s.þ.), sbr. og víxlmyndirnar dómall h. og dómalla s. í svipaðri merk., sbr. malla (2). Ath. dýmolta.