dósi fannst í 1 gagnasafni

dósi k. (19. öld) ⊕ ‘ári, fjári (vægt blótsyrði): hver dósinn’; einnig ‘smáskrýtinn flækingur, silalegur maður og undarlegur í háttum; draugur, draugsheiti’. Sbr. og dósa kv. ‘stelpuskömm, stelputuðra’. Líkl. sk. nno. dôse kv. ‘sver og silaleg kona’, dôsen ‘rakur, þyngslalegur, mollulegur’, fær. dós ‘þreyta’, dósin og dósutur ‘doðalegur, syfjaður,…’; af germ. *dwōs-, sbr. *dwēs- í fe. dwǣs ‘sljór, heimskur’; sbr. dasa, dási, dæsa, -dæsa og dos. Upphafl. merk. í dósi e.t.v. ‘læðupúki’ e.þ.u.l. E.t.v. er viðliður orðsins palldós kv. ‘innisetukona’ af sama toga.