dýja fannst í 5 gagnasöfnum

-ið dýs; dý mýrin er full af dýjum; dýja|gróður

nafnorð hvorugkyn

pollur, fen í votlendi, oft með mosa í kring


Fara í orðabók

h. ‘vatnsósa mýrarblettur, mosavaxið fen’; sbr. fær. dýggj, nno. og sæ. dy, d. dynd, fd. dyande (s.m.); sbr. ennfremur nno. dye kv. ‘fen, kviksyndi’ og d. máll. dyhøne ‘keldusvín’. Uppruni ekki fullljós, en líkl. < *dýi h. < *dunhia-, sk. nno. dyngje kv. ‘mýri’, sæ. máll. dungen ‘rakur, myglaður’, gd. diung ‘þvalur’, hjaltl. dungel ‘þétt og suddamikil þoka’; rótsk. dökkur (*dhem-k-, *dhem-g-). Sjá dyngja; ath. dunga. Hugsanlegt er að sé í ætt við so. að dýja og eigi við dúandi jarðveg, en ekki er það líklegt; sbr. og ísl. örn. Dýendisós(s).


dýja s. ‘hrista; bifa(st) upp og niður; smákeipa, dorga’; sbr. hjaltl. däi ‘bylgjuhreyfing’, en fær. so. dýggja ‘gegnvæta, skvetta’ virðist fremur leidd af dýggj ‘dý’. So. dýja (< *dūjan) sýnist annars ekki eiga sér beina samsvörun í öðrum skyldum málum, en er eflaust sk. fi. dhūnóti ‘hreyfir, hristir’, fsl. duno̢ti ‘blása’, lith. dujà ‘rykkorn’, gr. thýō ‘ég æði’, af ie. rót *dheu- ‘blása, rjúka, þyrla’. Sjá dúa (2) og dúnn (1).