dýrr fannst í 1 gagnasafni

2 dýr, †dýrr l. ‘kostnaðarsamur, verðmikill; kær, dýrmætur; mikill, máttugur; erfiður, vandkveðinn’: d. bragarháttur; sbr. fær. dýrur, nno., sæ. og d. dyr ‘kostnaðarmikill’, fe. díere, dȳre, fsax. diuri ‘kostnaðarsamur, verðmætur’, fhþ. tiuri ‘verðmætur, kær’ (< germ. *deuria-). Líkl. sk. nhþ. (be)dauern ‘þykja leitt’, lþ. dūren, mhþ. tûren ‘falla þungt, þykja dýrt’, me. douren ‘finna til sársauka’ (dýr(r) og þ. (be)dauern hljsk.: *deur-: *dūr-). Frekari ættartengsl óviss. Giskað hefur verið á skyldleika við so. . Vafasamt. Af dýr er leitt no. dýrð kv. ‘dásemd; heiður, vegsemd’ (< *deuriðō), sbr. fær. dýrd, sæ. dyrd, fsax. diuriða, fhþ. tiurida, og so. dýrka, sbr. fær. dýrka, nno. dyrka, d. dyrke. Sbr. og pn. Dýri k. og Dýr- í pn. eins og Dýrleif og Dýrmundur.