daldra fannst í 1 gagnasafni

daldra s. (nísl.) ‘þjóta áfram með hávaða; ólátast, hafa hátt’; daldrandi k. ‘hóflítil gleðilæti, skarkali’. Sbr. nno. daldra s. ‘trítla, skjálfa, skrölta’, sæ. dallra ‘dingla’, d. máll. dallra (borgh.) (s.m.), jó. dalre ‘rölta, reika’. Sbr. ennfremur nno. dalla ‘hlaupa, trítla, dingla(st)’, jó. dalle ‘dragnast með, dingla’; d í ísl. og nno. daldra vísast hvörfungshljóð og daldra < *dal(l)ra < *dal(l)arōn; af germ. *del-, ie. *dhel- ‘dingla, titra’, sbr. arm. dołam ‘hristast’, fír. deilm ‘skjálfti’; sbr. og sæ. máll. dalma ‘hangsa, gantast’. Sjá dalla (2), dalsa, dilla (3) og dulla. Ekki er óhugsandi að ísl. so. daldra sé to. og þá líkl. úr d. fremur en gno.