darra fannst í 3 gagnasöfnum

darr Hvorugkynsnafnorð

Darri Karlmannsnafn

Darri Darra Darra|dóttir; Darra|son

darr h. † ‘kastspjót’. Uppruni óviss. Oft talið sk. fe. daru ‘sár, tjón’, fhþ. tara ‘sár’, fe. derian ‘særa; móðga’ og fhþ. tarōn, tarēn, terren ‘særa, skaða’; sbr. ennfremur fi. dhá̄rā, fpers. (avest.) dāra ‘egg, blað á eggvopni’ og gr. thoós ‘beittur, oddlaga’. Sjá darrað(u)r (1).


darra s. (18. öld) ‘sveiflast til á flugi (eða í lofti)’; sbr. fær. darra ‘dingla, skjálfa, flækjast um’, nno. darra ‘sveiflast upp og niður, vagga í gangi’; gd. darre og sæ. darra ‘titra’. Líkl. af germ. *der-, ie. *dher- ‘hreyfa, hrista’, sbr. gr. thórnysthai ‘stökkva, hoppa’, toithorýssein (< ie. *dh(e)r(e)ugh-) ‘titra’, mír. 3.p.et.þt. no-daired ‘fór upp á’. Langa r-ið í orðinu e.t.v. fremur herslutákn en < rz, sbr. nno. dara ‘titra’. Ísl. so. tæpast to. úr d. darre. Sjá daðra, darka og derra; ath. darralegur og darri (1).


1 darri, dari k. † aukn. og pn. Darri. Líkl. sk. nno. darre, dare k. ‘sláni, letingi’, fær. darre ‘slæpingi’, nno. darre ‘skakteinn á kvörn’, sk. so. darra (s.þ.); *darri í nísl. darralegur (s.þ.) sýnist vera af þessum toga, en merkingin jákvæðari, meira í ætt við derrinn (sjá derra). Mannsnafnið Darri gæti líka verið tengt darr.


2 darri k. kemur og fyrir í örn. Darri, heiti á fjalli og klettadrang, einnig Derrir k. og þá e.t.v. sk. nno. darre k. ‘sleðastandur, hjaratyppi, efsti hryggjarliður,…’. Sjá darrað(u)r (2).