darraðr fannst í 1 gagnasafni

1 darrað(u)r k. † ‘spjót’; sbr. fe. daroð, fhþ. tart ‘létt kastspjót’; sk. darr, dör og Do̢rruðr. Ýmsir telja orðið to. úr fe. og það er ekki fráleitt, en óvíst. Torvelt er að skýra langa r-ið í darr og darrað(u)r, en hugsanlegt að þar komi til áhrif frá so. darra og darri (2) og e.t.v. darrað(u)r (2).


2 darrað(u)r k. † ‘nagli (í sverði)’. Uppruni ekki fullljós. E.t.v. tengt nno. darre k. ‘hjaratyppi á hurð; standur á sleðakjálka’, fær. darri ‘hryggjarliður í lendum’ og e.t.v. gr. thairós (< *thario-s) ‘hjaratyppi, hornstuðull í vagni’; og er eðlilegast að líta svo á að orð þessi séu af sama toga og darr og darrað(u)r (1) og merki í öndverðu oddlaga titt e.þ.h., sbr. og darri (2). Sömu vandkvæði eru með langa r-ið. Ekki er þó óhugsandi að darrað(u)r (2) eigi skylt við so. darra og upphafl. merk. væri ‘(laus) standur eða tittur sem e-ð snerist um’.