dasast fannst í 4 gagnasöfnum

dasa dasaði, dasað

dasa s. ‘lýja, örmagna, hálfrota’; dasast s. ‘verða þreyttur eða máttvana’; das h. ‘þreyta, magnleysi’; dasi k. ‘lélegur hrútur; þunglamalegur og seinlátur maður; sóði; ómerkilegur strákur, óráðsíubelgur’. Sbr. nno. dasa ‘vanmegnast’, dase k. ‘vanburða skepna, skussi’, sæ. máll. dasa ‘liggja í leti’, jó. das ‘svimi’, dase ‘slæpast’, me. dasewen ‘myrkvast, verða ringlaður’, mhþ. dæ̂sic ‘þögull, heimskur,…’. Sk. dás, dási og dæsa. Oftast er talið að orðsift þessi sé náskyldust orðum eins og lat. fatīgō ‘þreyti’ og famēs ‘hungur’ (af ie. rót *dhē-, *dhǝ-), en eins líklegt er að hér séu á ferð víxlmyndir við germ. *dwas-, *dwēs- (sbr. fe. dwǣs ‘heimskur, sljór’) sem misst hafi w-ið vegna áhrifa frá skyldum orðmyndum þar sem kringt sérhljóð fór á eftir því, sbr. fær. dósin ‘drungalegur’, ísl. dos o.fl.; sbr. ennfremur merkingartilbrigði so. að dæsa. Sumar merkingar í dasi minna á das (2) og styðja enn frekara hugmyndina um skyldleika þessara orðstofna. Sjá das (1), dási og dæsa; ath. dósi.