dasfiski fannst í 2 gagnasöfnum

2 das h. (um 1700) ‘blaut og óþrifaleg fataplögg; innyfli úr stórgrip; fiskúrgangur (slóg og hausar o.fl.)’; dasfiski h. ‘úrgangsfiskur, tros’. Sbr. fær. dassvátur ‘gagnblautur’, dassi ‘ræfilslega klæddur maður’, nno. dass ‘blaut mýri, kviksyndi’, dassa ‘slóra, dútla við; óhreinka, ata út, sulla’. Nno. og fær. orðin sýnast helst eiga skylt við ísl. dessast (sjá dess) og dissa (< *datts-), sbr. detta. Ef das er af sama toga hefur s-ið styst; e.t.v. meðfram fyrir áhrif frá dasa. Annars getur das beinlínis verið sk. so. að dasa(st), sbr. að sá orðstofn er líka hafður um e-ð slakt og linkulegt.