data fannst í 1 gagnasafni

data s. (nísl.): d. á e-n ⊙ ‘ávíta e-n, hasta á e-n, siða e-n’. E.t.v. staðbundin frb.mynd fyrir datta, sbr. físl. datta ‘bærast, slá (um hjartað)’. Varðandi merk., sbr. nno. datla ‘rægja’, sæ. máll. datla ‘ávíta’ og nno. og sæ. máll. danta ‘finna að, átelja,…’. Í nno. merkir so. data að hreyfa hægt og virðulega: d. seg, og þar virðist t-ið einnig hafa styst líkt og í ísl. (data seg < *datta seg).