dengingur fannst í 1 gagnasafni

dengja s. ‘slá; klappa eða berja fram egg á eggjárni (aðall. ljá); kasta, demba; rása, strunsa: dengja(st) áfram’; dengingur k. ‘þembingsreið; hastur gangur (í hesti)’; dengsla kv. ‘ljáklöppun,…’. Sbr. nno. dengja ‘berja, hamra’, sæ. máll. däng(j)a, fe. dencgan, mhþ. tengeln (s.m.), nhþ. dengeln ‘hamra, dengja ljá’, fhþ. tangal ‘hamar’. Eiginl. áhrs. leidd af st.so., sbr. fsæ. diunga ‘berja’ (st.s.), me. dingen ‘slá’ (< germ. *dengwan af ie. rót *dhen-gh-). Sjá danga, danka og dingull og fjarskyldari orð eins og denta, detta, dumpa og dynta.