diks fannst í 1 gagnasafni

dika s. ‘skunda, skrefa stórum, skálma; stryka (um flyðru); flana á land (um sjó)’, dika við e-n ‘dekra við e-n’; dik h. ‘hraður gangur; rás, æði: taka d.; duttlungakast: þegar dikin eru í honum’. Sbr. fær. dika ‘slá, keyra; koma á harðahlaupum’, dik ‘högg; sprettur’, díkja ‘berja, keyra’, nno. dika ‘hlaupa um, vera á þönum, smáhreyfa til, rjála eða dútla við’, dike kv. ‘léttfætt stelpa, óðagotsleg kona’, sæ. máll. dikka ‘hlaupa eftir e-u, rölta’. Líkl. sk. þ. máll. dicheln, dichseln ‘ganga hægt, starfa varlega’, teichen ‘rölta’, ticheln ‘tifa hljóðlega’. Uppruni að öðru leyti óljós. Stundum talið í ætt við gr. thingánō ‘snerti, hræri við’, sem er þó líkl. fremur tengt deigur. E.t.v. frekar sk. díki, lat. fīgō ‘festi, sting inn í’, lettn. diêgt ‘stinga’, af ie. *dhei-g-, sbr. merk. so. stika. Sjá dekra, dekstra, digga, -dik og díki.


diks k. (nísl.) ‘hlaup, sprettur’, taka diksinn ‘þjóta á sprett’; einnig taka (til) dings (s.m.). Líkl. afbökun úr að taka til diks, sbr. dika (s.þ.).