dingsa fannst í 1 gagnasafni

dingull k. (17. öld) ‘e-ð sem hangir niður, grýlukerti; hengill í klukku’ (< *dengila-); dingla kv. ‘afkastalítil kona; léleg hrífa’; dingla s. ‘sveiflast, vingsa; daðra við’; dinglumdangl h. ‘(hangandi) skreytidrasl, hengidó; gagnslaust föndur eða hangs’. Sbr. fær. dingla ‘hanga laus, sveiflast’, nno. dingel ‘e-ð sem dinglar, hengiskart, sauðarbjalla,…’, dingla s. ‘hanga laus, sveiflast til,…’, sæ. dingla, d. dingle (s.m.). Sbr. einnig nísl. dings h. ‘lóðarflækja’, dingsa s. ‘dingla’, sbr. nno. dings ‘e-ð smátt sem hangir við, hluti úr bandhespu’ (tæpast to. úr þ. dings ‘smáhlutur’). Ísl. dinglumdangl á sér samsvörun í nno. og d. dingel-dangel. So. dingla samsvarar að formi til mhþ. tingelen ‘slá, hamra’ og er sk. danga og dengja (s.þ.).